Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (f. 1997) leggur megináherslu á eigin sköpunarferli sem einkennist að miklu leyti af tilraunamennsku. Hugmyndir þurfa sinn tíma og rými til að blómstra, því kýs Vilhjálmur að festa sig ekki við einn ákveðin miðil. En sjálf verkin verða til út frá ýmsum kveikjum; einhverju eftirtektarverðu í göngutúr, eða samræðu. Kveikjurnar spretta út frá forvitni og áhuga Vilhjálms fyrir umhverfi sínu, fyrir einhverju sem hann skilur ekki alveg sjálfur eða vill skilja betur. Vilhjálmur útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022.  Hann er meðstofnandi listasamlagsins post-dreifing og er í hljómsveitunum korter í flog og glupsk. Vilhjálmur sýndi nýlega verk í London á samsýningunni ‘Nothing Pure’ hjá IMT gallery.

//

Vilhjalmur´s main emphasis is on his own creative process, which is largely characterised by experimentation. Ideas need time and space to flourish, so Vilhjalmur prefers not to stick to one specific medium. But the works themselves are created based on various triggers; something noteworthy in a walk, or a conversation. The triggers spring from Vilhjalm's curiosity and interest in his surroundings, for something he doesn't quite understand himself or wants to understand better. Vilhjalmur graduated with a bachelor's degree in Visual Arts from the Iceland University of the Arts in 2022. He is the co-founder of the art association post-dreifing and is in the bands Korter í flog and Glupsk. Vilhjálmur recently showed work in London at the group exhibition 'Nothing Pure' in IMT gallery.